Lausnin er ekki evran heldur leiðrétting

Categories
Blogg

Lilja Mósesdóttir þingmaður og formaður SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar fjallar um gjaldmiðla- og efnahagsmál í pistli á heimasíðu sinni í dag. Þar segir m.a.:

Vandamálið í íslensku efnahagslífi er að skuldir fyrirtækja og heimila eru mun hærri en eignir þeirra. Þegar bankarnir hrundu og eignabólan sprakk, þá hrapaði verð hlutabréfa og fasteignaverð lækkaði á sama tíma og skuldirnar héldu áfram að hækka vegna verðbólguskota í kjölfar gengishruns. Á bak við skuldir fyrirtækja og heimila eru verðbréf í eigu aflandskrónueigenda og kröfuhafa. Eignir sem urðu að hluta til vegna stöðugt hækkandi eignaverðs fyrir hrun og hafa síðan orðið verðmeiri vegna hárra vaxta og verðbóta eftir hrun. Þessar eignir nema nú um 1.000 milljörðum og eru að mestu í eigu erlendra aflandskrónueigenda og kröfuhafa gömlu bankanna sem vilja skipta þeim yfir í erlenda gjaldmiðla.

Lesa meira