Málefnastarfið að hefjast

Categories
Tilkynningar

Málefnastarfið er að hefjast hjá okkur af fullum krafti og ef þið hafið ekki nú þegar fengið póst frá hópstjórum málefnahópanna þá fáið þið væntanlega póst á allra næstu dögum með nánari upplýsingum.

Við leggjum áherslu á að fá sem flesta inn í málefnastarfið til þess að vinna að útfærslu grundvallarstefnuskrárinnar og hvetjum alla til þess að láta til sín taka þar sem sérsvið og áhugi viðkomandi liggja. Því fleiri sem koma að starfinu og því fjölbreytilegri sem hópurinn er því betri málefnaskrá munum við vinna saman. SAMSTAÐA verður aldrei sterkari en hópurinn sem hana myndar.

Við leggjum einnig áherslu á að allir geti tekið þátt óháð búsetu og munum nýta okkur aðferðir eins og Skype og önnur netsamskipti til þess að gera öllum kleift að taka þátt.

Við hlökkum til að sjá þig í málefnastarfinu.