Stofnun ungliðahreyfingar

Categories
Tilkynningar

Nú er að fara af stað undirbúningur að stofnun ungliðahreyfingar SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar. Stjórn SAMSTÖÐU er að leita að öflugu fólki til að leiða stofnun ungliðahreyfingarinnar og við myndum endilega vilja fá þig með í þetta starf.

Formaður SAMSTÖÐU, Lilja Mósesdóttir og stjórn flokksins leggja mikla áherslu á að innan flokksins muni starfa öflug ungliðahreyfing, sem sé bæði samviska flokksins og drifkraftur í öllu okkar málefnastarfi. Það er okkar hugsjón að ungliðahreyfingin verði veigamikill hluti af framvarðarsveit flokksins og því er sérlega mikilvægt að öflugt ungt fólk leiði uppbyggingu hennar.

Þess ber að geta að allir flokksmenn á aldrinum 18-35 geta tekið þátt í ungliðahreyfingunni.

Fyrsti fundur undirbúningshóps að stofnun ungliðahreyfingar SAMSTÖÐU verður haldinn mánudaginn næstkomandi – 26.03.2012 – klukkan 19:15. Lilja mætir á svæðið og skemmtir okkur með sögum frá sínum vinnustað.

Fundurinn verður haldinn í glænýju húsnæði SAMSTÖÐU að Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík (á móti Bónus).

Endilega láttu vita hvort að þú kemst á mánudaginn og vilt taka þátt í þessu með okkur. Ef þú hefur spurningar getur þú sent póst á samstada@xc.is eða haft samband við Sigurjón Norberg Kjærnested. Einnig er hægt að mæta bara á svæðið.

Fyrir hönd stjórnar SAMSTÖÐU

Sigurjón Norberg Kjærnested – varaformaður SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar.