Heilbrigðisþjónusta á hrakhólum

Categories
Fréttir

Nú í kvöld stendur stjórn SAMSTÖÐU fyrir fundi að Ofanleiti 2, annarri hæð, sem byrjar klukkan 20:00. Fundurinn stendur í tvo tíma. Aðalræðumaður fundarins er Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur. Guðrún Bryndís er þekktust fyrir skýrslur sem hún hefur unnið um stöðu og horfur í heilbrigðisþjónustu á Norðvesturlandi og Kragasvæðinu. Auk þess hefur hún skrifað ýmsar greinar um fyrirætlanir varðandi nýtt háskólasjúkrahús.

Á fundinum í kvöld mun Guðrún Bryndís fara yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á heilbriðgðiskerfinu til að aðlaga heilbrigðisþjónustuna að nýjum Landsspítala. Auk þess mun hún draga fram hvernig afleiðingarnar þessarar stefnu í heilbrigðismálum hafa verið að koma í ljós og hvort það megi snúa breytingunum við.

Í framhaldi fyrirlestrarins mun Guðrún Bryndís taka sæti í pallborði ásamt Sigurbirni Svavarssyni, öðrum varaformanni SAMSTÖÐU flkks lýðræðis og velferðar, og Pétri Erni Björnssyni sem er félagi í flokknum. Pálmey H. Gísladóttir er fundarstjóri. Það eru allir velkomnir í Ofanleitið að hlusta á fróðlegan fyrirlestur og taka þátt í áhugaverðum ummræðum.

Stjórn SAMSTÖÐU-Reykjavík vill líka benda á að það er hægt að nota tækifærið og styðja við flokksstarfið með kaupum á jólakortum og/eða jólapappír ásamt munum sem eru merktir SAMSTÖÐU fyrir og eftir fund. Hægt er að skoða vöruúrvalið hér.