SAMSTÖÐUmarkaður hjá Björgu

Categories
Fréttir

Laugardaginn 1. desember stendur fjáröflunarnefnd SAMSTÖÐU fyrir flóamarkaði í Mávahlíð 23 sem stendur á horni Lönguhlíðar og Mávahlíðar. Tilgangurinn er að styðja við fjárhag SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 10:00 fyrir hádegi á laugardaginn fram til 21:00 um kvöldið og eru allir velkomnir

Meðal þess sem verður á markaðnum eru: bækur, skrautmunir, veggmyndir, ljós, jóladót, eldhúsáhöld og föt. Fötin eru drengjaföt á stráka upp undir 16 ára og kvenfatnaður af stærðinni 34 upp í 38. Auk þessa má kaupa jólakort og -pappír og muni með merki SAMSTÖÐU. Þar er um að ræða hvíta boli með merki SAMSTÖÐU í stærðum S upp í XL, penna og lyklakippur. Sjá nánar hér.

Hér eru nokkrar myndir til að gefa hugmynd um vöruúrvalið á markaðnum en svo má líka kíkja inn á viðburðinn sem hefur verið stofnaður inni á Facebook af þessu tilefni.