Það hefur komið fram hérna áður að stofnuð hefur verið sérstök stuðningssíða fyrir þá sem vilja Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra. Þegar þetta er skrifað eru þeir 770 sem hafa lækað síðuna. Margir hafa ekki látið þar við sitja heldur skilið eftir sig suðningsyfirlýsingar og hvatningarorð í innleggjum þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við það að Lilja verði skipuð í embættið.
Þeir sem standa á bak við síðuna hafa safnað einhverjum þessara sendinga saman ásamt innleggjum af öðrum vettvangi hinna ýmsu samfélagsmiðla. Má þar m.a. nefna athugasemdir sem settar voru við fréttir, sem opinberuðu nöfn allra umsækjenda, hjá fjölmiðlum sem eru með opið athugasemdakerfi. Auk þess eru einhver komment sem hafa verið sett við innlegg Lilju sjálfrar um efnahagsmál á undanförnum dögum.
Myndir af þessum orðsendingum hafa verið birtar í sérstöku albúmi sem heitir einfaldlega: Við styðjum Lilju. Það sem við blasir, þegar klikkað er á krækjuna inn á albúmið, kemur ekkert sérstaklega áhugavekjandi út. Það sem kemur í ljós þegar smellt er á myndirnar hlýtur hins vegar að orna hverjum þeim um hjartarætur sem hefur stutt við þær lausnir efnahagsvandans sem Lilja hefur talað fyrir allt frá því haustið 2008.
Það er líka greinilegt að margir þeirra sem hafa opinberað stuðning sinn við Lilju til embættis næsta seðlabankastjóra taka einmitt mið af því sem hún hefur talað fyrir til lausnar á vanda hagkerfisins. Sigurður Hrafnkelsson er einn þeirra en eins og kemur fram í texta við myndina lagði hann eftirfarandi athugasemd við frétt Eyjunnar frá 1. júlí sl. þar sem nöfn allra umsækjanda voru gerð opinber:

Það er fjölbreyttur hópur sem hefur skrifað stuðningsyfirlýsingar og hvatningarorð inn á síðuna sem hefur verið stofnuð til að skora á stjórnvöld að skipa Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra. Þó eru það heldur fleiri konur sem hafa skilið eftir sig skilaboð inni á síðunni þar sem þær færa rök fyrir stuðningi sínum eins og Guðbjörg Þórðardóttir gerir hér:

Rök Elísabetar Guðbjörnsdóttur eru ekki síður skýr og hnitmiðuð en Guðbjargar hér að ofan. Elísabet bendir ekki aðeins á ómetanlega persónueiginlega Lilju heldur líka hver eru leiðarljós hennar í störfum sínum. Það fer ekkert á milli mála að Elísabet treystir Lilju Mósesdóttur best til starfans fyrir einmitt þessi atriði.

Af því sem Elísabet segir er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að hún vilji meina að Lilja hafi þá hugdirfsku og þann heiðarleika til að bera sem þarf til að að vera fulltrúi bæði almennings og fræðanna. M.ö.o. að hún muni nýta þekkingu sína til að vinna að almannahag verði hún skipuð til seðlabankastjórastöðunnar.
Af öðrum orðsendingum sem hafa verið settar yfir á mynd í myndaalbúmi áskorunarsíðunnar um að Lilja verði valin til stöðunnar er ljóst að margir treysta henni einmitt best af sömu ástæðum og Elísabet. Þeir eru líka nokkrir sem segja það umbúðalaust að Lilja Mósesdóttir sé hæfasti umsækjandinn þó fæstir geri það jafn afdráttarlaust og Halldór Halldórsson sem setti það svona fram við fyrrnefnda frétt Eyjunnar frá 1. júlí sl:

Einhverjir hafa bent á að einn þeirra kosta sem Lilja Mósesdóttir hafi fram yfir aðra kjósendur sé að hún hafi engin flokkspólitísk tengsl við núverandi stjórnar- eða stjórnarandstöðuflokka. Það má gefa sér að það sé m.a. þetta sem Hafþór Jóhannsson á við í innleggi á sinni eigin síðu með deilingu á stuðningssíðunni við að Lilja Mósesdóttir verði næsti seðlabankastjóri.

Það er fullt tilefni til að hvetja þá sem studdu Samstöðu á sínum tíma vegna efnahagsstefnu Lilju Mósesdóttir til að verða við tilmælum Hafþórs hér að ofan. Hér er krækja inn á síðuna fyrir þá sem eru tilbúnir til slíks.
rakel@xc.is