Slide 1

Samstaða flokkur lýðræðis- og velferðar vill vernda náttúru landsins gegn óásættanlegum, óafturkræfum náttúruspjöllum og berjast fyrir vistvænni nýtingu auðlinda og umhverfisvænni framleiðslu- og þjónustustarfsemi.

Slide 2
Slide 1

Samstaða flokkur lýðræðis- og velferðar er fjöldahreyfing almennings sem tekur þátt í þróun samfélagsins með virkum lýðræðislegum hætti og upplýstri rökræðu. Frumkvæði, áhugi og þekking einstaklinganna er virkjuð til að skapa betri lausnir.

Slide 2
Slide 2
Slide 1

Samstaða flokkur lýðræðis- og velferðar sprettur úr íslensku umhverfi og leggur áherslu á þann lærdóm sem draga má af stjórnmálasögu landsins og sérkennum íslensks efnahagslífs og samfélags.

Slide 2
Slide 1

Samstaða flokkur lýðræðis- og velferðar telur rétt allra til atvinnu vera mannréttindi. Hámarka þarf verðmætasköpun með sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar, nýsköpun og tækniþróun innanlands.

previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow

Lilja sækir um listabókstafinn C hjá innanríkisráðuneytinu

Categories
Fréttir

Þann 6. febrúar fór Lilja Mósesdóttir í Innanríkisráðuneytið og sótti um listabókstafinn C. Sextán manna undirbúningshópur hefur undanfarna mánuði unnið að stofnun flokksins. Ákveðið var að sækja um listabókstafinn C auk þess sem flokknum var valið nafnið SAMSTAÐA- flokkur lýðræðis og velferðar. Ljósmynd: Þórir Snær Sigurðarson

Grundvallarstefnuskrá SAMSTÖÐU liggur fyrir, en hún skýrir megin áherslur flokksins í hinum ýmsu málaflokkum.
SAMSTAÐA fær ekki fjárframlag úr ríkissjóði eins og flestir aðrir flokkar og þarf að reiða sig á frjáls framlög.
Kynntu þér hverjir sitja í framkvæmdaráði, stjórn flokksins, stjórnum aðildarfélaga hans og ungliðahreyfingarinnar