Þann 6. febrúar fór Lilja Mósesdóttir í Innanríkisráðuneytið og sótti um listabókstafinn C. Sextán manna undirbúningshópur hefur undanfarna mánuði unnið að stofnun flokksins. Ákveðið var að sækja um listabókstafinn C auk þess sem flokknum var valið nafnið SAMSTAÐA- flokkur lýðræðis og velferðar. Ljósmynd: Þórir Snær Sigurðarson
Samstaða flokkur lýðræðis- og velferðar vill vernda náttúru landsins gegn óásættanlegum, óafturkræfum náttúruspjöllum og berjast fyrir vistvænni nýtingu auðlinda og umhverfisvænni framleiðslu- og þjónustustarfsemi.