Það styttist í landsfund

Categories
Fréttir

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast grannt með málenfum SAMSTÖÐU að undirbúningur landsfundarins 9. febrúar er hafinn. Fundinum hefur nú verið valinn staður og settur tími auk þess sem tillaga hefur verið gerð að dagskrárbreytingu.

Fundurinn, sem sem fer fram laugardaginn 9. febrúar, verður haldinn að Kríunesi við Elliðavatn og stendur frá klukkan 13:00 til 17:00. Kríunes er gistiheimili sem stendur vestan megin Elliðavatns.

Séð heim að Kríunesi með útsýni til fjallahringsins austur af höfuðborgarsvæðinu

Dagskrárbreytingartillagan sem gerð hefur verið fyrir landsfundinn tekur mið af ákvörðun félags-fundarins sem var haldinn 15. janúar síðastliðinn (sjá hér). Eftir breytinguna lítur hún þannig út:

 1. Kjör fundarstjóra, fundarritara og talningafólks
 2. Ný dagskrá – atkvæðagreiðsla
 3. Skýrsla stjórnar
 4. Skýrsla framkvæmdaráðs
 5. Almennar stjórnmálaumræður
 6. Ákvörðun um framboð – atkvæðagreiðsla
 7. Breytingar á samþykktum og öðrum reglum
 8. Kosning í trúnaðarstörf – kynning frambjóðenda og atkvæðagreiðsla
 9. Afgreiðsla stjórnmála- og málefnaályktana
 10. Ávarp formanns stjórnar

Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig á landsfundinn á www.xc.is Senda þarf framboðstilkynningar, breytingartillögur við samþykktir flokksins og tillögur að stjórnmála- og málefnaályktunum inn á netfang SAMSTÖÐU samstada@xc.is

 • Áhugasamir eru hvattir til að senda tilkynningu um framboð til trúnarðarstarfa fyrir flokkinn á tölvupóstfang SAMSTÖÐU. Framboðsfrestur rennur út á fundinum sjálfum.
 • Tillögur að breytingum á samþykktum flokksins skulu berast á tölvupóstfang SAMSTÖÐU fyrir 2. febrúar eða viku fyrir landsfundardag. Þessi frestur er í samræmi við samþykktir flokksins.
 • Þeir sem vilja leggja stjórnmála- og málefnaályktanir fyrir landsfundinn skulu senda tillögur að þeim á tölvupóstfang SAMSTÖÐU fyrir 7. febrúar.