Stofnfundur aðildarfélags SAMSTÖÐU Flokks lýðræðis og velferðar í Suðvesturkjördæmi

Categories
Tilkynningar

Stofnfundur aðildarfélags SAMSTÖÐU Flokks lýðræðis og velferðar í Suðvesturkjördæmi verður haldinn á Fjörukránni í Hafnarfirði mánudaginn 16. apríl kl. 20:00-21:00.

Á stofnfundinum fer fram stjórnarkjör og einnig verður kosið um samþykktir félagsins. Stjórn aðildarfélagsins er skipuð fimm fulltrúum og tveimur til vara. Kosning verður tvískipt. Formaður er kosinn sérstaklega og síðan aðrir fjórir stjórnarmeðlimir og tveir til vara. Drög að samþykktum aðildarfélagsins verða sett inn á heimasíðuna www.xc.is í næstu viku.

Athygli er vakin á því að aðeins fullgildir félagar eru kjörgengir og kosningabærir á stofnfundi félagsins. Fullgildir félagar eru þeir sem hafa lögheimili í Suðvesturkjördæmi og hafa staðfest skráningu sína í SAMSTÖÐU með greiðslu félagsgjaldsins. Til Suðvesturkjördæmis, í daglegu tali Kragans, teljast eftirtalin sveitarfélög: Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Sveitarfélagið Álftanes, Kópavogsbær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

Allir þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn nýs aðildarfélags SAMSTÖÐU í Kraganum eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það með tölvupósti á tölvupóstfangið samstada@xc.is fyrir mánudaginn 16. apríl n.k.  Tilgreina skal sérstaklega ef viðkomandi hyggst gefa kost á sér til formanns.

Hlökkum til að sjá þig 16. apríl í Fjörukránni!