Flokkurinn

SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar er nýtt stjórnmálaafl sem var stofnað 15. janúar 2012.

Þetta nýja stjórnmálaafl er ekki vinstri, ekki hægri og ekki miðjumoð heldur ný hugsun í stjórnmálum. Hugsun sem gengur út á að skilgreina vandamál og lausnir út frá sérstöðu íslensks samfélags og almannahagsmunum.

Hugtökin “vinstri” og “hægri” hafa löngum verið notuð til að varpa ljósi á hugmyndafræðilegan mun á stjórnmálahreyfingum. Ójöfnuður á útrásartímabilinu og endurreisn þess sem var fyrir hrun hefur alið af sér ósætti í samfélaginu. Forsendur þess að samstaða náist meðal þjóðarinnar eru að nægilegur jöfnuður og möguleikar allra til að móta samfélagið séu fyrir hendi.