Hótel Hafnarfjörður, laugardaginn 6.10.2012 kl. 13:30 – 16:30
1. Fundarsetning
Agnes Arnardóttir varaformaður setti fundinn.
2. Kjör starfsmanna
Rannveig Sigurðardóttir var tilnefnd fundarstjóri og það samþykkt með lófataki.
Fundarstjóri lýsti því næst landsfund Samstöðu formlega settan.
Hildur Mósesdóttir og Guðmundur Ásgeirsson tilnefnd fundarritarar og samþykkt með lófataki.
Björg Sigurðardóttir, Eiríkur Ingi Garðarson, Ingifríður Ragna Skúladóttir og Pétur Örn Björnsson tilnefnd til ábyrgjast kosningar og atkvæði. Eiríkur tilnefndur sem formaður talninganefndar. Samþykkt með lófataki.
3. Skýrsla formanns
Lilja Mósesdóttir formaður Samstöðu ávarpaði fundinn.
Dagskrárbreytingartillaga framkvæmdaráðs
Samþykkt samhljóða, og fór dagskrá fundar eftir því.
4. Breytingar á samþykktum
Lilja Mósesdóttir mælti fyrir tillögum að breytingum á samþykktum Samstöðu.
Gengið var til atkvæðagreiðslu um breytingatillögurnar, hverja um sig.
Allar tillögurnar voru samþykktar samhljóða hver um sig.
Samþykktirnar þannig breyttar bornar í heild undir atkvæði fundarins og samþykktar samhljóða.
5. Félagsgjöld
Lilja Mósesdóttir mælti fyrir tillögu um félagsgjald yrði áfram kr. 1.500 sem var samþykkt samhljóða.
6. Kaffihlé
7. Opin stjórnmálaumræða
Til máls tóku: Kristján Jóhann Matthíasson, Jón Arnarsson, Ísleifur Gíslason, Sigurbjörn Svavarsson, Nils Gíslason, Jón Þórisson, Pálmey Gísladóttir, Kristinn Snævar Jónsson, Þormar Jónsson, Agnes Arnardóttir, Bjarni Bergmann, Guðbjartur Nilsson, Halldór Lárusson, Helga Garðarsdóttir, Kristinn Snævar Jónsson.
8. Kosning formanns og tveggja varaformanna
Frambjóðandi til formanns: Birgir Örn Guðjónsson
Að loknu kynningarerindi frambjóðanda var gengið til atkvæða.
Birgir Örn Guðjónsson lýstur réttkjörinn formaður Samstöðu, við lófatak.
Frambjóðendur til tveggja varaformanna: Sigurbjörn Svavarsson og Pálmey Gísladóttir
Að loknum kynningarerindum frambjóðenda var gengið til atkvæða.
Pálmey og Sigurbjörn lýst réttkjörnir varaformenn Samstöðu, við lófatak.
9. Fundi frestað til sunnudags
Auglýst var eftir framboðum til stjórnar og kjördæmisráðs, og fundi frestað til næsta dags kl. 10:00.
Hótel Hafnarfjörður, sunnudag 7. október 2012 kl. 10:00 – 13:00
1. Framhaldskosning til stjórnar flokksins
Átta frambjóðendur höfðu gefið kost á sér og féllu atkvæði þannig:
Réttkjörnir meðstjórnendur teljast vera: Vilhjálmur Bjarnason, Guðrún Indriðadóttir, Jón Þórisson, Jón Kristófer Arnarson.
Réttkjörnir varamenn teljast vera: Thollý Rósmundsdóttir og Axel Þór Kolbeinsson.
2. Kosning í kjördæmaráð
Skipun í kjördæmaráð vísað til framkvæmdaráðs samkvæmt samþykktum. Eftirfarandi einstaklingar lýstu yfir áhuga á setu í kjördæmaráð: Ísleifur Gíslason, Júlíus Guðmundsson, Hildur Mósesdóttir, Jón Helgi Óskarsson, Kristinn Snævar Jónsson, Árdís Markúsdóttir, Halldór Lárusson, Kristján Jóhann Matthíasson, Jónas Pétur Hreinsson og Þormar Jónsson.
3. Kynning á siðareglum flokksins og aðferðum við val á framboðslista
Sigurbjörn Svavarsson kynnti drög að siðareglum flokksins.
Rakel Sigurgeirsdóttir og Jón Kr. Arnarson kynntu hugmyndir um aðferð við val frambjóðenda.
4. Tillögur félagsmanna að stjórnmála- og málefnaályktunum
Birgir Örn Guðjónsson – ályktun um verðtryggingu, framfærsluvanda og skuldamál.
Pálmey Gísladóttir – staða bótaþega og annarra sem þurfa á stuðningi velferðarkerfisins að halda.
Sigurbjörn Svavarsson – aðildarviðræður við ESB.
Sigurbjörn Svavarsson – sjávarútvegsmál.
Þormar Jónsson – verðmætasköpun í sjávarútvegi.
Lilja Mósesdóttir – aðskilnaður peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins.
Lilja Mósesdóttir – erlend gjaldeyrislán og björgun fjármagnseigenda á kostnað skattreiðenda.
Lilja Mósesdóttir – gjaldmiðilskreppa.
Agnes Arnardóttir – svæðisþing.
5. Súpuhlé
6. Framhald kynninga stjórnmála- og málefnaályktana, og afgreiðsla
Jón Þórisson – orkuauðlindir.
Jón Kristófer Arnarson – stefna í virkjana- og stóriðjumálum (tillögur 1 og 2).
Rakel Sigurgeirsdóttir – staða skóla- og menntamála.
Rakel Sigurgeirsdóttir – tillaga að breytingu á 9. gr. grundvallarstefnuskrár.
Sigurbjörn Svavarsson – tillaga að breytingu á 10. gr. stefnuskrár Samstöðu.
Tillögur að breytingum á stefnuskrá voru samþykktar með áorðnum breytingum.
Átta tillögum var vísað til framkvæmdaráðs til frekari vinnslu. Óskað eftir áhugasömum félögum til að ganga frá ályktunum í samstarfi við framkvæmdaráðið. Eftirfarandi gáfu kost á sér: Axel Þór Kolbeinsson, Jón Þórisson, Jón Helgi Óskarsson, Níls Gíslason, Þormar Jónsson, Jónas Heiðar Pétusson og Valdís Steinarsdóttir.
Eftirfarandi tillögur voru loks bornar undir atkvæðagreiðslu fundarins og samþykktar:
Ályktun um verðtryggingu, framfærsluvanda og skuldamál
Ályktun um stöðu bótaþega og annarra sem þurfa á stuðningi velferðarkerfisins að halda
Ályktun um aðildarviðræðurnar við ESB
Ályktun um svæðisþing.
7. Ávarp nýs formanns
Birgir Örn Guðjónsson, nýr formaður Samstöðu, flutti lokaávarp landsfundarins.
Lilja Mósesdóttir, fráfarandi formaður Samstöðu, tók til máls og þakkaði góðan fund. Hún þakkaði sérstaklega Rannveigu Sigurðardóttur góða fundarstjórn með blómvendi og einnig öðrum starfsmönnum fundarins fyrir vel unnin störf.
Fundi var slitið kl. 14:45.