Suðvesturkjördæmi

Aðildarfélag SAMSTÖÐU í Kraganum var stofnað í Fjörkránni 16. apríl sl. Kosið var um samþykttir félagsins, sjá hér, og til stjórnar. Stjórn félagsins er þannig skipuð:

Birgir Örn Guðjónsson, formaður.

Aðrir aðalmenn í stjórn eru fjórir en þeir eiga eftir að skipta með sér verkum: Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir og varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík. Dagný María Sigurðardóttir, félagsráðgjafi hjá félagsþjónustunni á Álftanesi. Ingifríður R. Skúladóttir, sérfræðingur hjá Ríkiskaupum.

Stjórnin kemur saman fljótlega en Vilhjálmur Bjarnason tilkynnti fyrir kosninguna að hann mundi, ef hann yrði kosinn, ekki byrja að vinna í stjórninni fyrr en eftir næsta aðalfund Hagsmunasamtaka heimilanna sem halda á í lok mánaðarins vegna anna á þeim vettvangi sem varaformaður HH.

Varamenn voru kjörnir: Kristján Jóhann Matthíasson Tveir hlutu jöfn atkvæði til annars varamanns en þar sem hvorugur var viðstaddur fundinn var ekki unnt að ganga frá því hvor tæki það sæti.

Aðildarfélagið heitir SAMSTAÐA í Kraganum en meginhlutverk þess er að vinna að uppgangi og styrkingu framboðsins í Suðvesturkjördæmi. Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann félagsins en póstfang hans er: [email protected]