Þakkir frá Lilju

16 Aug 2014

Nú í morgun birti Lilja Mósesdóttir þakkir til stuðningsmanna og stofnanda síðunnar: Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra. Þakkirnar setti hún fram í stöðuuppfærslu á Fésbókar í beinu framhaldi af því að nú hefur það verið gert opinbert að Már Guðmundsson verður endurskipaður í stöðu seðlabankastjóra n.k. miðvikudag.

lilja_1243859-1024x785.jpg

Aðstandendur síðunnar brugðust við þessum fréttum í gærkvöldi þar sem þeir leggja það til að síðunni verði haldið úti áfram undir sama nafni en áskoruninni verði breytt. Með breytingunni myndi áskorun síðunnar snúa að því að Lilja Mósesdóttir verði næsti seðlabankastjóri á eftir Má. Hugmyndin liggur nú fyrir þeim sem hafa þegar líkað við síðuna en fleirum er boðið að taka undir þessa breyttu áherslu:

Már Guðmundsson segir óvíst að hann muni sækja um á ný komi til þess að endurráðið verði í yfirstjórn bankans á næstu misserum. Ástæðan er að tekið er fram í skipunarbréfi fjármálaráðherra að sú heildarendurskoðun sem nú stendur yfir á lögu__m um Seðlabankann geti haft það í för með sér að bankastjórum hans verði fjölgað. (sjá hér)

Í þessu ljósi er fullt tilefni til að halda þessari síðu áfram undir óbreyttu heiti en nú með áskorun um Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra á eftir Má Guðmundssyni. Við gerum ráð fyrir að þeir, sem hafa lækað síðuna nú þegar, geti tekið undir þessa nýju áherslu en bjóðum að sjálfsögðu fleirum að taka undir hana líka.

Frétt sem er byggð á viðtali við aðstandendur síðunnar er væntanlegt hér á fréttasíðu SAMSTÖÐU á morgun eða mánudag. Þeir vildu þó nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til velunnara síðunnar því án þeirra hefði hún aldrei orðið það sem hún er í dag. Þ.e. „ómetanlegur og óhrekjanlegur stuðningur við efnahagshugmyndir Lilju Mósesdóttir og það að hennar leið verði farin til lausnar skuldavanda samfélagsins“, eins og einn í hópi stofenda síðunnar orðaði það.

[email protected]