Andlitin á bak við síðuna

16 Jul 2014

Eins og hefur komið fram áður á þessum vettvangi hefur stuðnings- og/eða áskorendasíða við skipun Lilju Mósesdóttur til embættis seðlabankastjóra verið sett fram á Fésbókinni. Stuðningssíðan var sett í loftið á mánudgskvöldið fyrir rétt rúmri viku síðan. Þeir sem standa að síðunni eru fimm manna hópur kvenna og karla sem eiga það öll sameiginlegt að hafa fylgst með málflutningi Lilju frá því að hún kom fyrst fram haustið 2008. Tilefni þess að síðan var sett í loftið segja þau „eiginlega sprottið af þeim stuðningi sem kom fram í innleggjum við fréttir með nöfnum umsækjenda“ þriðjudaginn 1.
Lesa Meira

Ræða Lilju Mósesdóttur á landsfundi SAMSTÖÐU

6 Oct 2012

Kæru félagar Við stofnuðum SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar í byrjun þessa árs til að bregðast við hvatningu margra kjósenda sem vildu fá fram á sjónarsviðið lausnamiðaðan flokk með þor til að tala fyrir óhefðbundnum aðgerðum í þágu almennings. Þessir kjósendur voru í mörgum tilfellum fólk sem lítið hafði skipt sér af pólitík og kosið sama flokkinn í áraraðir en blöskrar úrræðaleysið og hagsmunagæsluna fyrir innlend og alþjóðleg peningaöfl. Markmið stofnenda SAMSTÖÐU var að bjóða kjósendum upp á valkost við stjórnmálaflokka sem skilgreina sig til hægri og vinstri án þess að nokkuð liggi þar á bak við sem skiptir máli fyrir almenning.
Lesa Meira


logoStefnuskráin
kver
Grundvallarstefnuskrá SAMSTÖÐU liggur fyrir, en hún skýrir megin áherslur flokksins í hinum ýmsu málaflokkum.
logoStjórnir
hopastarf
SAMSTAÐA fær ekki fjárframlag úr ríkissjóði eins og flestir aðrir flokkar og þarf að reiða sig á frjáls framlög.
logoStyrkir
logo
Kynntu þér hverjir sitja í framkvæmdaráði, stjórn flokksins, stjórnum aðildarfélaga hans og ungliðahreyfingarinnar