Ný forysta stjórnar SAMSTÖÐU

Categories
Fréttir

Fyrri dagur landsfundar SAMSTÖÐU lauk nú fyrir stundu með kosningu formanns og tveggja varaformanna í stjórn stjórn flokksins. Nýkjörinn formaður SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar er Birgir Örn Guðjónsson. Birgir Örn var eini frambjóðandinn og er réttkjörinn formaður.

Varaformenn eru Pálmey H. Gísladóttir og Sigurbjörn Svavarsson.

Ný forysta stjórnar SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar ásamt fráfarandi formanni, Lilju Mósesdóttur, stilla sér upp til myndatöku.

Talið frá vinstri: Birgir Örn Guðjónsson, Lilja Mósesdóttir, Pálmey H. Gísladóttir og Sigurbjörn Svavarsson (Ljósmynd:Kristján Jóhann Matthíasson)