SAMSTAÐA birtir ársreikning 2012

Categories
Fréttir

Ársreikningur SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar fyrir árið 2012 hefur nú verið gerður aðgengilegur hér á heimasíðunni.  Þar sem ekki varð af fyrirhuguðu framboði flokksins til nýafstaðinna alþingiskosninga þarf hann ekki að skila Ríkisendurskoðun ársreikningum sínum fyrir 1. október nk. Ársreikningur ársins 2012 var hins vegar kynntur félagsmönnum á síðasta landsfundi flokksins sem fór fram að Kríkunesi 9. febrúar sl.

Ársreikningur SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar fyrir árið 2012 hefur nú verið gerður aðgengilegur hér á heimasíðunni.  Þar sem ekki varð af fyrirhuguðu framboði flokksins til nýafstaðinna alþingiskosninga þarf hann ekki að skila Ríkisendurskoðun ársreikningum sínum fyrir 1. október nk. Ársreikningur ársins 2012 var hins vegar kynntur félagsmönnum á síðasta landsfundi flokksins sem fór fram að Kríkunesi 9. febrúar sl.

Þetta er fyrsti ársreikningur SAMSTÖÐU þar sem flokkurinn var stofnaður 15. janúar á síðasta ári. Við stofnun hans var skipuð bráðabirgðastjórn en ný stjórn kosin á landsfundi SAMSTÖÐU í byrjun október á síðasta ári. Í kjölfar þess að félagsfundur samþykkti í janúar sl. að vísa ákvörðun um framboð til alþingiskosninga til landsfundar sagði meiri hluti stjórnar síðan af sér og gekk úr flokknum.

Landsfundurinn sem haldinn var 9. febrúr á þessu ári kaus nýja stjórn og samþykkti að SAMSTAÐA myndi ekki bjóða fram í alþingiskosningunum á þessu ári. Ákvörðunin byggði m.a. á því að ekki hafði tekist að byggja flokkinn upp fjárhagslega til að fara út í jafnkostnaðarsama framkvæmd og framboð til alþingiskosninga.

Mikilvægasti tekjustofn flokksins eru félagsgjöldin en þeim hefur frá upphafi verið haldið í lágmarki. Auk þess styrktu félagarnir flokkinn sérstaklega með frjálsum framlögum og farið var í sérstaka fjáröflun til að afla flokknum tekna.

Á árinu 2012 voru heildartekjur (með fjármagnstekjum) SAMSTÖÐU  kr. 814.489  og heildarkostnaður kr. 425.269. Þegar landsfundur SAMSTÖÐU ákvað að draga fyrirhugað framboð flokksins til baka átti flokkurinn því kr. 389.220 inn á bankabók.

Það má líka nálgast ársreikninginn hér