Þessi hópmynd af núverandi stjórn SAMSTÖÐU var tekin á stjórnarfundi sem haldinn var í lok síðastliðins júlí. Þetta var reyndar í fyrsta skipti sem allir sem skipta stjórn flokksins voru saman komnir á einum stað frá stjórnarkjöri sem fór fram á landsfundi SAMSTÖÐU í byrjun febrúar á þessu ári. Í tilefni af því að enginn var viðstaddur fundinn í gegnum Skype var ákveðið að smella af þessari mynd.

Núverandi stjórn flokksins er þannig skipuð:
Lilja Mósesdóttir, formaður
Rakel Sigurgeirsdóttir, varaformaður
Eiríkur Ingi Garðarsson, gjaldkeri
Hallgeir Ellýjarson, ritari
Jónas Pétur Hreinsson, meðstjórnandi
Helga Garðarsdóttir, varamaður.