Vaxandi samstaða með Lilju

10 Aug 2014

Einn aðstandanda síðunnar: Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra setti sig í samband við undirritaða til að koma á framfæri göngum um kynjasamsetningu og aldurs- og búsetudreifingu velunnara stuðningssíðunnar. Auk þess sem viðkomandi þótti tilefni til að undirbúa fyrrum tengsla- og kynningarfulltrúa SAMSTÖÐU til að koma á framfæri mögulegum viðbrögðum við innihaldi tilkynningar fjármála- og efnahagsráðherra um það hvern umsækjendanna hann hefur í hyggju að skipa til embættisins þ. 20. ágúst n.k.

Verði Lilja Mósesdóttir ekki fyrir valinu hafa aðstandendur síðunnar tekið ákvörðun um að leggja framhaldið undir velunnara stuðningssíðunnar þar sem þeim verður boðið að samþykkja þeirra hugmynd um það hvert það skuli verða eða leggja fram aðrar. Endanleg ákvörðun um framhald síðunnar verður sem sagt ekki tekið nema í samráði við þann hóp sem hefur myndað samstöðu um áskorun hennar til stjórnvalda um að velja Lilju Mósesdóttur til að stýra Seðlabankanum.

Þar sem nánari fréttir af þessu atriði eru mjög bundnar þeirri ákvörðun sem veður að öllum líkindum kynnt í vikunni verða þær ekki settar fram fyrr en í kjölfar hennar. Hins vegar er fullt tilefni til þess að greina eitthvað nánar frá samsetningu þess hóps sem hefur lækað og þannig lýst yfir stuðningi við efnahagshygmyndir Lilju Mósesdóttur og því að hún verði skipuð til embættis seðlabankastjóra.

Í því tiliti sem snýr að aldri og kynjasamsetningu velunnara síðunnar er áberandi að þeir sem styðja áskorun hennar eru langflestir yfir 45 ára. Meiri hluti þeirra sem hafa lækað síðuna eru  konur en reyndar er munurinn á fjölda karla og kvenna hverfandi.

aldursdreifing-1024x587.jpg

Eins og súluritið á myndinn hér að ofan gefur til kynna þá er kynjaskiptingin mjög jöfn. Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna síðunnar eru konur en tæpur helmingur velunnara hennar eru karlar. Hins vegar er munurinn, þegar kemur að skiptingunni á milli aldurshópa, umtalsverður. Samkvæmt súluritinu er yfirgnæfandi meirihluti velunnara síðunnar 45 ára eða eldri eða 81% en aðeins 18% eru á aldrinum 13 til 44 ára.

Það vekur reyndar athygli að í yngri aldurshópunum eru fleiri karlar en í þeim eldri eru konurnar fjölmennari. Þegar litið er til yfirlits yfir búsetudreifinguna kemur það tæpast á óvart að u.þ.b. helmingur velunnara síðunnar eru búsettir á höfuðborgarasvæðinu. Að öðru leyti skiptast þeir nokkuð jafnt á milli landshluta.

busetudreifing-1024x509.jpg

Samkvæmt upplýsingum, sem fylgdu myndunum hér að ofan, eru staðirnir 45 sem koma fram í upplýsingum Fésbókarinnar um búsetu þeirra sem hafa lækað síðuna. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar ekki nema 30 en ætti þó að gefa einhverja hugmynd um þokkalega dreifingu þegar mið er tekið af búsetu.

Þess ber svo að geta að lækunum hefur fjölgað þó nokkuð frá því um miðnætti á frídegi verslunarmanna sem var á mánudaginn í síðustu viku. Þá var fjöldi lækanna rétt skriðinn yfir 2.000 en nálgast nú 2.500. Eins og áður segir er tæpur helmingur búsettur í Reykjavík og bæjarfélögunum þar í kring en skiptist að öðru leyti nokkuð jafnt á milli landshluta. Reyndar segir aðstandandi  síðunnar að það hafi vakið athygli hópsins, sem hefur haldið utan um hana, hversu margir velunnara hennar eru búsettir á Reykjanesi en fáir á Austurlandi. Þetta kynni hins vegar að hafa breyst núna á síðustu dögum.

Þegar umsjónarmaður hennar var inntur eftir því hvort til stæði að gefa út einhverja áskorun í nafni síðunnar, eins og gefið var til kynna í upphafi, var svarið að „það er of snemmt að segja nokkuð til um það í augnablikinu þar sem slíkt er algerlega háð því hver ákvörðun Bjarna Benediktssonar veður. Af einhverjum ástæðum hefur hún dregist nokkuð mikið framyfir það sem við gerðum ráð fyrir í uphafi. Það boðar vonandi eitthvað jákvætt en það má alveg benda á það að á meðan hefur okkur að minnsta kosti gefist tækifæri til að safna fleiri lækum á síðuna.“

Að lokum má minna á það að í kjölfar þess sem niðurstaða fjármála- og efnahagsráðherra liggur fyrir er nánari frétta að vænta frá aðstendum síðunnar: Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra. Þangað til verður hægt að taka undir áskorun hennar um að stjórnvöld takist á við efnahagsvandann með aðferðum Lilju og skipi hana til að stýra slíkum aðgerðum.

[email protected]